Samantekt um þingmál

Hollustuhættir og mengunarvarnir

562. mál á 151. löggjafarþingi.
Umhverfis- og auðlindaráðherra.

Markmið

Að auka öryggi fólks, t.d. á sundstöðum, sem og að auka skýrleika laganna og auka þannig skilvirkni.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að styrkja heimildir ráðherra til að kveða í reglugerð á um lágmarkskröfur að því er varðar menntun og þjálfun sundkennara, sundþjálfara og þeirra sem sinna laugargæslu og að þau standist próf sem sýnir fram á viðhald þekkingar þeirra þannig að tryggt sé að þau geti bjargað fólki úr laug, beitt skyndihjálp og endurlífgun. Einnig er gert ráð fyrir að ráðherra geti í reglugerð sett sambærilegar kröfur fyrir þau sem gata og flúra húð eða veita meðferð með nálastungum og þurfa að kunna og geta beitt sýkingavörnum. Þá er lagt til að eftirlitsskyldur stjórnvaldaskýrðar verði skýrðar frekar og umfang þess eftirlits með starfsemi og athöfnum sem valdið geta mengun eða ógnað hollustuháttum þrátt fyrir að viðkomandi starfsemi eða athafnir séu ekki háðar starfsleyfi eða skráningarskyldu.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.


Síðast breytt 24.06.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.