Samantekt um þingmál

Breyting á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði

689. mál á 151. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að samræma þær reglur sem gilda hér á landi við þær sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og/eða á öðrum sviðum fjármálamarkaðar enda er þannig best gætt að hagsmunum markaðarins og fjárfesta. Að stuðla að skilvirkri framkvæmd EES-samningsins. 

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til ýmsar breytingar á lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði. Breytingunum er ýmist ætlað að innleiða viðeigandi ákvæði í Evrópugerðum eða lagfæra orðalag í lögum þannig að það endurspegli betur efnistök Evrópugerða og tryggi innra samræmi við aðra löggjöf á fjármálamarkaði.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.
Lög um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.
Lög um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004.
Lög um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2017.
Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar


Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2013 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar staðalfrávik í tengslum við sveiflujöfnun vegna heilsutrygginga í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1630 frá 9. september 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar málsmeðferðarreglur sem fylgja skal við beitingu á umbreytingarráðstöfuninni fyrir undireiningu hlutabréfaáhættu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/87/EB frá 16. desember 2002 um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum sem eru hluti af fjármálasamsteypu og um breytingu á tilskipunum ráðsins 73/239/EBE, 79/267/EBE, 92/49/EBE, 92/96/EBE, 93/6/EBE og 93/22/EBE og á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/78/EB og 2000/12/EB.


Síðast breytt 13.04.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.