Samantekt um þingmál

Meðferð sakamála

718. mál á 151. löggjafarþingi.
Dómsmálaráðherra.

Markmið

Að bæta réttarstöðu brotaþola og fatlaðra sem og aðstandenda látinna einstaklinga hvort heldur á rannsóknarstigi hjá lögreglu eða fyrir dómstólum.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til þrenns konar breytingar. Í fyrsta lagi er með frumvarpi þessu leitast við að bæta réttarstöðu brotaþola við meðferð tiltekinna sakamála hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Í þriðja lagi þá er gert ráð fyrir að bæta réttarstöðu aðstandenda látins brotaþola í þeim tilvikum sem rannsókn lögreglu beinist að dánarorsök hans.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Réttlát málsmeðferð með tilliti til þolenda kynferðisbrota. Greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola. Unnið af Hildi Fjólu Antonsdóttur fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi, maí 2019.





Síðast breytt 24.06.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.