Samantekt um þingmál

Barnaverndarlög

731. mál á 151. löggjafarþingi.
Félags- og barnamálaráðherra.

Markmið

Að breyta fyrirkomulagi barnaverndar hjá sveitarfélögum. Að samræma ákvæði laga um barnavernd við frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og styrkja snemmtækan stuðning í þágu barna.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til gagngerar breytingar á uppbyggingu stjórnsýslu barnaverndar hjá sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir að núverandi barnaverndarnefndir verði lagðar niður og þeim skipt upp í barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að barnaverndarumdæmin verði stækkuð og miðað við 6.000 íbúa. Þá eru lögð til ýmis ákvæði sem tengjast samspili barnaverndarlaga og frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Breytingar á lögum og tengd mál

Barnaverndarlög, nr. 80/2002.
Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007.
Barnalög, nr. 76/2003.
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.
Lög um fullnustu refsinga, nr. 15/2016.
Lög um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020.
Lög um grunnskóla, nr. 91/2008.
Lög um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019.
Lög um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018.
Lögræðislög, nr. 71/1997.
Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.
Lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili, nr. 85/2011.
Sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011.
Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.
Tollalög, nr. 88/2005.
Lög um tæknifrjóvgun og notkun kynfruma og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, nr. 55/1996.
Lög um útlendinga, nr. 80/2016.
Lög um ættleiðingar, nr. 130/1999.

Kostnaður og tekjur

Gerð gagnagrunna og stafrænna lausna í barnavernd er fjármagnað í fjárlögum 2021. Breytingar vegna innleiðingar á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í barnavernd, en frumvarp þess efnis er nú í meðförum Alþingis, eru að fullu fjármagnaðar bæði hjá ríkissjóði og hjá sveitarfélögum. Ekki kemur fram í frumvarpi um hve háar fjárhæðir er að ræða.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Ráðstefnan Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi (8. maí 2018).

Viljayfirlýsing um aukið samstarf í þágu barna. Félagsmálaráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, 7. september 2018.



Síðast breytt 16.06.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.