Samantekt um þingmál

Sóttvarnalög og útlendingar

747. mál á 151. löggjafarþingi.
Heilbrigðisráðherra.

Markmið

Að skjóta skýrri lagastoð undir þá ráðstöfun að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsum sem koma frá tilteknum svæðum, óháð því hvort þeir geti dvalið í sóttkví í húsnæði á eigin vegum eða ekki. Að veita dómsmálaráðherra skýra lagaheimild til að takmarka ónauðsynleg ferðalög hingað til lands frá þessum sömu svæðum.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að ráðherra fái heimild til að setja reglugerð sem skyldar ferðamenn sem koma frá eða hafa dvalið á svæði þar sem nýgengi smita er töluvert hátt til að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Einnig er lagt til að dómsmálaráðherra verði heimilt, á tímabilinu 22. apríl til og með 30. júní 2021, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, með reglugerð, að kveða á um að útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, sé óheimilt að koma til landsins þrátt fyrir að þeir uppfylli almenn komuskilyrði laga þessara og reglugerðar um för yfir landamæri.

Breytingar á lögum og tengd mál

Sóttvarnalög, nr. 19/1997.
Lög um útlendinga, nr. 80/2016.

Kostnaður og tekjur

Kemur ekki fram í frumvarpi.

Afgreiðsla

Samþykkt með nokkrum breytingum. Ráðherra var veitt heimild til að skilgreina tiltekið land sem hááhættusvæði enda þótt einungis afmarkaður hluti þess falli innan slíkrar skilgreiningar. Þá skal listi ráðherra yfir hááhættusvæði sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti.

Aðrar upplýsingar

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-1900/2021, 5. apríl 2021.


Síðast breytt 26.04.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.