Samantekt um þingmál

Íslensk landshöfuðlén

9. mál á 151. löggjafarþingi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Markmið

Að stuðla að öruggum, hagkvæmum og skilvirkum aðgangi að íslenskum landshöfuðlénum og styrkja tengsl þeirra við Ísland, með því að kveða á um örugga, gagnsæja og skilvirka umsýslu þeirra. 

Helstu breytingar og nýjungar

Verði frumvarpið að lögum taka gildi allvíðtæk lög um íslensk landshöfuðlén. Ekki hafa verið í gildi sérstök lög um landshöfuðlén til þessa þótt þau hafi verið í notkun um langt árabil. Lagt er til að settar verði skýrar lágmarksreglur um skráningu léna undir landshöfuðsléninu .is og skráningarstofu þess. Einnig er lagt til að skráning íslenskra höfuðléna verði innan íslenskrar lögsögu og íslensk stjórnvöld hafi tækifæri til að grípa í taumana ef hættuástand skapast eða misnotkun á sér stað.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Lov om internetdomæner (Domæneloven)  LBK nr 164 af 26/02/2014.

Finnland
Lag om tjänster inom elektronisk kommunikation  7.11.2014/917.

Noregur
Forskrift om domenenavn under norske landkodetoppdomener (domeneforskriften)  FOR-2003-08-01-990.

Svíþjóð
Lag om nationella toppdomäner för Sverige på internet  ( 2006:24).


Síðast breytt 26.10.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.