Samantekt um þingmál

Loftferðir

186. mál á 152. löggjafarþingi.
Innviðaráðherra.

Markmið

Að stuðla að og tryggja öruggar, greiðar og skilvirkar flugsamgöngur að teknu tilliti til neytendaverndar, umhverfissjónarmiða og þjóðréttarlegra skuldbindinga.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að sett verði ný heildarlög um loftferðir sem taki m.a. mið af þjóðréttarlegum skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og stefnu stjórnvalda á sviði flugsamgangna. Lagðar eru til veigamiklar breytingar frá gildandi lögum sem í megindráttum varða stjórn flugmála og eftirlit, uppfærslu efnisákvæða til samræmis við EES-gerðir og aðrar þjóðréttarlegar skuldbindingar og lögfestingu Montreal-samningsins frá 1999 í heild sinni. Þá er lagt til að fjórar EES-gerðir um flutningastarfsemi verði innleiddar.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um loftferðir, nr. 60/1998, lög um ráðstafanir vegna sameiningar Flugfélags Íslands h.f. og Loftleiða h.f., nr. 30/1974, lög um kjaramál flugvirkja, nr. 17/2010, og lög um kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra, nr. 45/2016. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á 17 lögum.
  • Endurflutt: Loftferðir, 586. mál (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) á 151. þingi (09.03.2021)

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir teljandi áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt með allnokkrum breytingum.

Aðrar upplýsingar

Reglugerð (EB) nr. 2027/97 frá 9. október 1997 um bótaábyrgð flugfélaga vegna slysa.

Reglugerð (EB) nr. 889/2002 frá 13. maí 2002 um breytingu á reglugerð (EB) 2027/97 um bótaábyrgð flugfélaga vegna slysa.

Tilskipun ráðsins 2000/79/EB frá 27. nóvember 2000 um Evrópusamning um skipulag á vinnutíma farstarfsmanna í almenningsflugi sem gerður var milli Evrópusambands flugfélaga (AEA), Sambands félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF), Evrópska flugliðasambandsins (ECA), Samtaka evrópskra svæðisflugfélaga (ERA) og Alþjóðasamtaka flutningafélaga (IACA).

Tilskipun 2009/12/EB frá 11. mars 2009 um flugvallargjöld.


Lög á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om luftfart LBK nr 1149 af 13/10/2017.

Finnland
Luftfartslag 7.11.2014/864.

Noregur
Lov om luftfart (luftfartsloven) LOV-1993-06-11-101.

Svíþjóð
Luftfartslag (2010:500).


Síðast breytt 27.09.2022. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.