Samantekt um þingmál

Slysavarnaskóli sjómanna

458. mál á 152. löggjafarþingi.
Innviðaráðherra.

Markmið

Að stuðla að bættu regluverki um Slysavarnaskóla sjómanna í takt við þá þróun sem orðið hefur á starfsemi og rekstri skólans.

Helstu breytingar og nýjungar

Uppfæra á lögin þannig að þau endurspegli þróun á starfsemi og rekstri skólans frá gildistöku laga nr. 33/1991. Er þar helst átt við hlutverk skólanefndar og að um rekstur skólans sé nú ávallt gerður þjónustusamnngur milli aðila. Þá verður Slysavarnafélaginu Landsbjörg heimilað að reka Slysavarnaskóla sjómanna í sérstöku félagi sem er aðskilið frá öðrum rekstri félagsins.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um Slysavarnaskóla sjómanna, nr. 33/1991.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt óbreytt.


Síðast breytt 27.09.2022. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.