Samantekt um þingmál

Sóttvarnalög

498. mál á 152. löggjafarþingi.
Heilbrigðisráðherra.

Markmið

Að vernda almannaheill, þ.e. samfélagið og líf og heilsu einstaklinga, gegn smitsjúkdómum og annarri vá sem lögin taka til, með því meðal annars að fyrirbyggja, útrýma, bæla niður eða takmarka útbreiðslu innanlands eða að sjúkdómur berist til landsins eða frá landinu.

Helstu breytingar og nýjungar

Gerðar verða breytingar á lögunum í kjölfar heildarendurskoðunar sem ráðist var í með hliðsjón af fenginni reynslu eftir heimsfaraldur kórónuveiru. Einkum verða gerðar breytingar á þeim ákvæðum sem fjalla um stjórnsýslu sóttvarna og opinberar sóttvarnaráðstafanir.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi sóttvarnalög, nr. 19/1997, og lög um heimild handa ríkisstjórninni til að banna flutning til landsins á varningi, sem stjórnin telur stafa sýkingarhættu af, nr. 8/1920. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Lov om epidemier m.v. (epidemiloven) LOV nr 285 af 27/02/2021.

Finnland
Lag om smittsamma sjukdomar 21.12.2016/1227.

Noregur
Lov om vern mot smittsomme sykdommer (smittevernloven) LOV-1994-08-05-55.

Svíþjóð
Smittskyddslag (2004:168).


Síðast breytt 23.03.2022. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.