Samantekt um þingmál

Landamæri

536. mál á 152. löggjafarþingi.
Dómsmálaráðherra.

Markmið

Að tryggja að landamæraeftirlit og landamæragæsla sé framkvæmd með öruggum og skilvirkum hætti og til samræmis við lög, reglugerðir og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að sett verði lög um landamæri sem mæli fyrir um grunnreglur sem gilda um för einstaklinga yfir landamæri. Með frumvarpinu eru einnig innleidd ákveðin efnisákvæði reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins um þróun og starfsemi komu- og brottfararkerfis fyrir Schengen-svæðið, reglugerða um evrópskt ferðaupplýsinga- og ferðaheimildarkerfi og reglugerða um samvirkni milli upplýsingakerfa ESB.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um útlendinga, nr. 80/2016, og lögum um réttarstöðu liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Samstarfs í þágu friðar o.fl., nr. 72/2007.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs á árunum 2023-2027 verði 3.199 milljónir kr.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2225 frá 30. nóvember 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/399 að því er varðar notkun komu- og brottfararkerfisins.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2226 frá 30. nóvember 2017 um að koma á fót komu- og brottfararkerfi til að skrá upplýsingar um komur og brottfarir og upplýsingar um synjanir um komu ríkisborgara þriðju landa, sem fara yfir ytri landamæri aðildarríkjanna, og um að ákvarða skilyrði fyrir aðgangi að komu- og brottfararkerfinu í löggæslutilgangi og um breytingu á samningnum um framkvæmd Schengen-samkomulagsins og á reglugerðum (EB) nr. 767/2008 og (ESB) nr. 1077/2011.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1240 frá 12. september 2018 um að koma á fót evrópsku ferðaupplýsinga- og ferðaheimildakerfi (ETIAS-ferðaheimildakerfinu) og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1077/2011, (ESB) nr. 515/2014, (ESB) 2016/399, (ESB) 2016/1624 og (ESB) 2017/2226.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1241 frá 12. september 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/794 í þeim tilgangi að koma á fót evrópsku ferðaupplýsinga og ferðaheimildakerfi (ETIAS-ferðaheimildakerfinu).

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)  2019/817 frá 20. maí 2019 um að koma á umgjörð samvirkni milli upplýsingakerfa ESB á sviði landamæra og vegabréfsáritana og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 767/2008, (ESB) 2016/399, (ESB) 2017/2226, (ESB) 2018/1240, (ESB) 2018/1726 og (ESB) 2018/1861 og ákvörðunum ráðsins 2004/512/EB og 2008/633/DIM.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)  2019/818 frá 20. maí 2019 um að koma á umgjörð samvirkni milli upplýsingakerfa ESB á sviði lögreglu- og dómsmálasamstarfs, hælismála og fólksflutninga og um breytingu á reglugerðum (ESB) 2018/1726, (ESB) 2018/1862 og (ESB) 2019/816.

Löggjöf í Noregi
Lov om grensetilsyn og grensekontroll av personer (grenseloven) LOV-2018-04-20-8.


Síðast breytt 29.09.2022. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.