Samantekt um þingmál

Mannréttindastofnun Íslands

239. mál á 154. löggjafarþingi.
Forsætisráðherra.

Markmið

Að efla og vernda mannréttindi á Íslandi. 

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að koma á fót nýrri stofnun, sem heyri undir Alþingi, til að fara með verkefni sjálfstæðrar innlendrar mannréttindastofnunar sem uppfyllir Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna. Lagt er til að stofnunin hafi eftirlit með stöðu mannréttinda á Íslandi, veiti stjórnvöldum ráðgjöf og sinni rannsóknum og fræðslu á sviði mannréttinda.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, upplýsingalögum, nr. 140/2012, og lögum um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014.

Kostnaður og tekjur

Verði frumvarpið samþykkt óbreytt mun útgjaldaaukning fyrir ríkissjóð verða um 43,9 milljónir kr. á ársgrundvelli þegar búið er að taka tillit til millifærslna á fjárheimildum. Þar að auki gæti tímabundin fjárveiting numið um 9 milljónum kr. vegna stofnkostnaðar.

Aðrar upplýsingar

Grænbók um mannréttindi -- stöðumat og valkostir. Forsætisráðuneytið, janúar 2023.

Tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkja um þróun og eflingu sjálfstæðra mannréttindastofnana ( CM/Rec(2021)1). 


Mannréttindaskrifstofa Íslands.


Lög á Norðurlöndum og norrænar mannréttindastofnanir

Danmörk
Lov om Institut for Menneskerettigheder – Danmarks Nationale Menneskerettighedsinstitution LOV nr 553 af 18/06/2012.


Finnland
Lag om riksdagens justitieombudsman 14.3.2002/197.


Noregur
Lov om Norges institusjon for menneskerettigheter (NIM-loven) LOV-2015-05-22-33.


Svíþjóð
Lag om Institutet för mänskliga rättigheter (2021:642).Síðast breytt 29.11.2023. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.