Samantekt um þingmál

Fjárlög 2019

1. mál á 149. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að sýna áætlanir um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyrir hvert það ár sem í hönd fer og leita heimilda til hvers konar fjárráðstafana, svo sem lántöku og ríkisábyrgða og heimilda til að kaupa og selja fasteignir.

Helstu breytingar og nýjungar

Lögð eru til aukin framlög til heilbrigðismála vegna framkvæmda við nýjan Landspítala og byggingar og rekstrar hjúkrunarheimila. Einnig er gert ráð fyrir hækkun framlaga til félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Gert er ráð fyrir auknum útgjöldum til samgöngumála vegna sérstaks átaks í samgöngumálum á árunum 2019-2021. Að auki er lagt til að nýjar þyrlur verði keyptar fyrir Landhelgisgæsluna og að framkvæmdir hefjist við Hús íslenskunnar. Lagt er til að persónuafsláttur hækki um 1 prósentustig umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hækkun þrepamarka efra skattþreps verði miðuð við vísitölu neysluverðs. Að auki er gert ráð fyrir hækkun barnabóta og lækkun tryggingagjalds. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Gera þarf breytingar á ýmsum lögum vegna tekjuhliðar og gjaldahliðar frumvarpsins.

Kostnaður og tekjur

Áætlað er að tekjur fyrir árið 2019 verði 891,7 milljarðar króna og útgjöld eru áætluð 862,7 milljarðar króna.

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum með þeim breytingum að heildartekjur fyrir árið 2019 eru áætlaðar 892 milljarðar króna en gjöld um 863,5 milljarðar króna.

Aðrar upplýsingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið


Fjárlög fyrir árið 2019. Safn upplýsinga vegna fjárlaga fyrir árið 2019.

Rekstur og eignir ríkisins. Upplýsingavefur um rekstur og eignir ríkisins.


Fjársýsla ríkisins

Ríkisreikningur. Rafrænar útgáfur ríkisreikninga.

Ríkisreikningur. Sundurliðun á tekjum og gjöldum ríkisins frá árinu 2004 til dagsins í dag.


Hagstofan

Fjármál hins opinbera. Útgáfur, talnaefni, fréttatilkynningar.

Efnahagur. Hér er hægt að sækja sögulegar, tölulegar upplýsingar um: fjármál hins opinbera, þjóðhagsreikninga, þjóðhagsspá, utanríkisverslun og verðlag.


Seðlabanki Íslands


Hagtölur. Seðlabankinn annast skipulega öflun, skráningu og úrvinnslu tölfræðilegra gagna.

Hagvísar Seðlabanka Íslands. Yfirlit efnahagsmála og safn hagvísa.

Fjölmiðlaumfjöllun

Fréttavefir um fjárlagafrumvarpið





Síðast breytt 21.12.2018. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.