Samantekt um þingmál

Skattar og gjöld

314. mál á 151. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að létta byrðar atvinnurekenda. Að gera ýmsar nauðsynlegar leiðréttingar og aðrar breytingar til að gera löggjöf á sviði skattamála skýrari.

Helstu breytingar og nýjungar

Lögð er til tímabundin lækkun á tryggingagjaldi auk nauðsynlegra leiðréttinga og annarra breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Einnig er um að ræða breytingar og samræmingu vegna breytinga sem hafa orðið á öðrum lögum, undanþágu ökutækja sem knúin eru metani, metanóli, rafmagni eða vetni til vöruflutninga frá vörugjaldi og greiðslu á lágmarksbifreiðagjaldi í tilfelli rafmagns- og vetnisbifreiða o.fl.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um tryggingagjald, nr. 113/1990.
Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Lög um  um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996.
Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.
Lög um bifreiðagjald, nr. 39/1988.
Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að lækkun tryggingagjalds lækki tekjur ríkissjóðs um 3,1 milljarð kr. Ekki er gert ráð fyrir að aðrar breytingar muni hafa teljandi áhrif á afkomu ríkissjóðs.

Afgreiðsla

Samþykkt með nokkrum breytingum og þessum helstum: Neðri skerðingarmörk tekna vegna barnabóta voru hækkuð; fallið var frá því að Skattinum væri ekki skylt að leggja fram álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag að lokinni álagningu skattaðila á árinu 2021 vegna tekna ársins 2020; sett var bráðabirgðaákvæði við lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, sem kveður á um að lækka skuli skráða losun koltvísýrings ökutækja, sem falla undir 1. mgr. 3. gr. laganna, um 30% áður en til álagningar vörugjalds kemur vegna ökutækja sem ætluð eru til útleigu hjá ökutækjaleigum; og frestur til að veita stuðningslán var framlengdur þannig að unnt verður að veita lánin út maí 2021.


Síðast breytt 17.12.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.