4.6.2018

Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 4. júní

Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) fara fram mánudaginn 4. júní 2018 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar hefjast kl. 19:30 og skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 8 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri og 5 mínútur síðustu umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkurinn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Píratar, Framsóknarflokkur, Flokkur fólksins og Viðreisn.

Ræðumenn á eldhúsdegi 4. júní 2018Ræðumenn flokkanna verða:

Fyrir Samfylkinguna tala Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurkjördæmis, í fyrstu umferð, Ágúst Ólafur Ágústsson, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri umferð og í þriðju umferð Guðjón S. Brjánsson, 6. þm. Norðvesturkjördæmis.

Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í fyrstu umferð, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, í annarri en í þriðju umferð Bryndís Haraldsdóttir, 2. þm. Suðvesturkjördæmis.

Fyrir Miðflokkinn tala Gunnar Bragi Sveinsson, 6. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Bergþór Ólason, 4. þm. Norðvesturkjördæmis, í annarri en í þriðju umferð Þorsteinn Sæmundsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður.

Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 7. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, Ólafur Þór Gunnarsson, 11. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri og í þeirri þriðju Steinunn Þóra Árnadóttir, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Ræðumenn Pírata eru í fyrstu umferð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, Smári McCarthy, 10. þm. Suðurkjördæmis og Halldóra Mogensen, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í þriðju umferð.

Ræðumenn Framsóknarflokksins eru Willum Þór Þórsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis í fyrstu umferð, Þórunn Egilsdóttir, 4. þm. Norðausturkjördæmis í annarri og í þriðju Ásgerður K. Gylfadóttir, 7. þm. Suðurkjördæmis.

Fyrir Flokk fólksins tala Inga Sæland, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrstu umferð, í annarri Ólafur Ísleifsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og í þeirri þriðju Karl Gauti Hjaltason, 8. þm. Suðurkjördæmis.

Fyrir Viðreisn tala í fyrstu umferð Þorsteinn Víglundsson, 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í annarri Hanna Katrín Friðriksson, 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður og í þriðju umferð Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 7. þm. Suðvesturkjördæmis.