7.6.2021

Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 7. júní

Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður) fara fram á Alþingi í kvöld, mánudaginn 7. júní, og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar hefjast kl. 19:30, skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins.

Eldhusdagur2021_samklippt

Ræðumenn flokkanna verða eftirtaldir:

Fyrir Miðflokkinn tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 3. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, Anna Kolbrún Árnadóttir, 8. þm. Norðausturkjördæmis, í annarri og í þeirri þriðju Þorsteinn Sæmundsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður.

Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í fyrstu umferð, í annarri Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og í þriðju umferð Vilhjálmur Árnason, 9. þm. Suðurkjördæmis.

Fyrir Samfylkinguna tala í fyrstu umferð Logi Einarsson, 5. þm. Norðausturkjördæmis, í annarri Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurkjördæmis, og í þeirri þriðju Rósa Björk Brynjólfsdóttir, 3. þm. Suðvesturkjördæmis.

Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 7. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, Lilja Rafney Magnúsdóttir, 3. þm. Norðvesturkjördæmis, í annarri og í þeirri þriðju Steingrímur J. Sigfússon, 2. þm. Norðausturkjördæmis.

Ræðumenn Pírata eru í fyrstu umferð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Halldóra Mogensen, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og Andrés Ingi Jónsson, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í þriðju umferð.

Ræðumenn Framsóknarflokksins eru Willum Þór Þórsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þm. Norðvesturkjördæmis, í annarri og í þriðju umferð Þórarinn Ingi Pétursson, 4. þm. Norðausturkjördæmis.

Fyrir Viðreisn tala í fyrstu umferð Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 7. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri Jón Steindór Valdimarsson, 13. þm. Suðvesturkjördæmis, og í þriðju umferð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Fyrir Flokk fólksins tala Inga Sæland, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrstu og þriðju umferð en Guðmundur Ingi Kristinsson, 12. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð.