12.11.2018

Breyting á starfsáætlun 13. nóvember

2. umræða fjárlaga sem vera átti þriðjudaginn 13. nóvember samkvæmt starfsáætlun Alþingis fer að öllum líkindum fram fimmtudaginn 15. nóvember og hefst kl. 10:30. Í ljósi þess lagði forseti Alþingis til á fundi forsætisnefndar og á fundum með formönnum þingflokkanna í morgun að víkja frá starfsáætlun með því og að breyta þriðjudeginum 13. nóvember í nefndadag þar sem vinna fjárlaganefndar verður í forgangi.