19.11.2018

Breyting á starfsáætlun

Sú breyting var samþykkt á fundi forsætisnefndar og með formönnum þingflokka 19. nóvember að nefndadagur sem áætlaður var miðvikudaginn 28. nóvember færist yfir á föstudaginn 30. nóvember. Er það gert til að þingmenn geti tekið þátt í heimsþingi kvenleiðtoga sem haldið verður í Hörpu dagana 26.–28. nóvember.