5.3.2020

Breyting á starfsáætlun

Á þingfundi fyrr í dag tilkynnti forseti um breytingu á starfsáætlun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti fimmtudagurinn 12. mars að vera nefndadagur. Nú hefur verið ákveðið að hafa þingfund þann dag og hefst hann klukkan 10:30. Nefndir geta fundað fyrir hádegi eða þar til þingfundur hefst.