22.5.2019

Breyting á starfsáætlun Alþingis

Forsætisnefnd ákvað í dag að gera þá breytingu á starfsáætlun Alþingis að þingfundir verði að afloknum nefndafundum fimmtudaginn 23. maí og föstudaginn 24. maí, en báðir þessir dagar voru ætlaðir til nefndafunda samkvæmt starfsáætlun. Miðað er við að þingfundur geti hafist síðdegis báða dagana.