9.4.2018

Breytingar á starfsáætlun

Forsætisnefnd staðfesti á fundi sínum fyrr í dag breytingar á starfsáætlun Alþingis að fimmtudagur og föstudagur í þessari viku (12. og 13. apríl) yrðu þingfundadagar, ekki nefndadagar, og í staðinn yrðu þriðjudagur og miðvikudagur í næstu viku (17. og 18. apríl) nefndadagar en ekki þingfundadagar.