26.3.2019

Breytingar á starfsáætlun fimmtudaginn 28. mars

Ákveðið hefur verið að hafa þingfund fimmtudaginn 28. mars, sem átti samkvæmt starfsáætlun Alþingis að vera nefndadagur. Fundinum er bætt við til að ljúka fyrri umræðu um fjármálaáætlun og hefst hann klukkan 10:30.

Nefndir munu funda fyrir hádegi þar til þingfundur hefst. Þingfundurinn mun standa til klukkan 12 eða þar til fyrri umræðu um fjármálaáætlun er lokið. Nefndir munu síðan funda aftur eftir hádegi.