17.5.2016

Endurskoðuð starfsáætlun - sumarfundir

Forsætisnefnd Alþingis afgreiddi á fundi sínum í dag breytingar á starfsáætlun 145. löggjafarþings  þar sem gert er ráð fyrir sumarfundum.

Samkvæmt starfsáætluninni verða fundir í nefndum Alþingis 6.-9. júní og svo aftur frá 10.-12. ágúst. Gert er ráð fyrir þingfundum til 2. júní og frá 15. ágúst til 2. september.