27.1.2022

Forseti Alþingis fellst á flutning ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, féllst í dag á beiðni Lilju Daggar Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, um að Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi verði fluttur skv. 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, til nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis.

Skúli Eggert verður skipaður ráðuneytisstjóri hins nýja ráðuneytis og hefur störf 1. febrúar nk. Hið nýja ráðuneyti tekur til starfa þann sama dag í samræmi við ályktun Alþingis um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands sem samþykkt var í dag á 28. fundi 152. löggjafarþings.