27.9.2017

Fundum 147. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

Fundum Alþingis 147. löggjafarþings var frestað 27. september 2017. Þingið var að störfum frá 12. september 2017. Þingfundir voru samtals átta á sex þingfundadögum. Þeir stóðu samtals í tæpar 22 klukkustundir.

Af 39 frumvörpum sem lögð voru fram urðu þrjú að lögum, 36 voru óútrædd. Af 30 þingsályktunartillögum var ein samþykkt.

Tvær skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Sex beiðnir um skýrslur höfðu komið fram en við þingfrestun höfðu ekki verið greidd atkvæði um hvort leyfa skyldi beiðnirnar.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 61 og hafði ekki borist svar við neinni þeirra, ein þeirra var til munnlegs svars en 60 til skriflegs svars.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 138 og tala prentaðra þingskjala 146 þegar þingi var frestað.

Samtals höfðu verið haldnir 16 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað.

Sjá yfirlit um tölfræði þingfunda og stöðu mála.

Forseti Alþingis flytur ávarp við þingsetningu 147. löggjafarþings