21.6.2019

Fundum 149. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

Þingfundum 149. löggjafarþings var frestað 20. júní 2019. Þingið var að störfum frá 11. september til 14. desember 2018 og frá 21. janúar til 20. júní 2019.

Þingfundir voru samtals 129 og stóðu í rúmar 865 klst. Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 42 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta umræðan var um þriðja orkupakkann sem stóð samtals í um 138 klst. Þingfundadagar voru alls 113.

Af 262 frumvörpum urðu alls 120 að lögum, 138 voru óútrædd, eitt var kallað aftur, tveim var vísað til ríkisstjórnarinnar og eitt ekki samþykkt. Af 151 þingsályktunartillögu voru 47 samþykktar, 101 tillögur voru óútræddar, og þrem var vísað til ríkisstjórnarinnar.

24 skriflegar skýrslur voru lagðar fram. 16 beiðnir um skýrslur komu fram, þar af  14 til ráðherra og 2 til Ríkisendurskoðanda. 8 munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 568. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 53 og var 49 svarað en ein var kölluð aftur. 515 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 340 þeirra svarað, 14 voru kallaðar aftur en 161 bíða svars er þingi var frestað.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 1023 og tala prentaðra þingskjala var 1982.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 264. Sérstakar umræður voru 35.

Samtals höfðu verið haldnir 557 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 20. júní.

Sjá yfirlit um tölfræði þingfunda og stöðu mála.