15.8.2019

Fundur utanríkismálanefndar 19. ágúst verður opinn fjölmiðlum

Fundur utanríkismálanefndar, sem haldinn verður mánudaginn 19. ágúst n.k. kl. 09:00–12:30, verður opinn fjölmiðlum.

Á fundinum verður fjallað um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, (þriðji orkupakkinn), 777. mál, sjá: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=777.

Gestir fundarins verða:
Kl. 09:00 Frosti Sigurjónsson, Haraldur Ólafsson og Bjarni Jónsson frá samtökunum Orkunni okkar og Ögmundur Jónasson
Kl. 09:45 Tómas Jónsson
Kl. 10:15 Bjarni Már Magnússon
Kl. 11:15 Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst
Kl. 11:45 Birgir Tjörvi Pétursson

 Athugið að ekki er leyfilegt að streyma frá fundinum og hann verður ekki sendur út á vef Alþingis.