12.4.2018

Fyrri umræða um fjármálaáætlun 2019–2023, röð ráðherra

Röð ráðherranna í fyrri umræðu um fjármálaáætlun 2019–2023 verður eftirfarandi: Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun 2019–2023 fer fram í dag með því að ráðherrar gera grein fyrir sínum málaflokkum og taka þátt í umræðum um þá.

Ráðherrar hafa fimm mínútur í upphafi til að fjalla um málaflokka sína. Síðan hafa þingmenn, einn frá hverjum stjórnarflokki á hvern ráðherra að undanskildum þingmönnum úr flokki viðkomandi ráðherra og tveir frá hverjum stjórnarandstöðuflokki, tök á að beina fyrirspurnum til ráðherrans.

Í fyrri umferð hafa þingmenn og ráðherrar tvær mínútur tvisvar sinnum en í síðari umferð tvær mínútur í fyrra sinn og eina mínútu í síðara sinn. Andsvör eru ekki leyfð.