29.10.2020

Kjördæmadagar frá fimmtudegi til mánudags

Kjördæmadagar eru 29. október – 2. nóvember og eru því engir þingfundir á Alþingi þá daga. Kjördæmadagana nýta þingmenn alla jafna til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri en vegna kórónuveirufaraldursins verða flestir fundir að þessu sinni á fjarfundasniði. 

Þriðjudaginn 3. nóvember verða þingflokksfundir. Næsti þingfundur verður miðvikudaginn 4. nóvember samkvæmt starfsáætlun Alþingis.