13.9.2017

Ljósmyndir frá þingsetningu

Ljósmyndir frá setningu Alþingis, 147. löggjafarþings, þriðjudaginn 12. september.

Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 þriðjudaginn 12. september með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufásprestakalli, prédikaði og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi, 147. löggjafarþing , og að því loknu flutti forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir ávarp

Hlutað var um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 útbýtt.

Þingmenn við upphaf þingsetningar 147. löggjafarþings