13.9.2017

Ljósmyndir frá þingsetningu

Ljósmyndir Braga Þórs frá setningu Alþingis, 147. löggjafarþings, þriðjudaginn 12. september.

Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 þriðjudaginn 12. september með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufásprestakalli, prédikaði og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi, 147. löggjafarþing, og að því loknu flutti forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir ávarp

Hlutað var um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 útbýtt.

Þingmenn við upphaf þingsetningar 147. löggjafarþings