29.12.2016

Nefnd til að undirbúa hátíðarhöld árið 2018

Á þingfundi 22. desember var kosið í sjö manna í nefnd til að undirbúa hátíðarhöld árið 2018 um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands skv. ályktun Alþingis frá 13. október 2016. Við kosninguna kom fram einn listi með samtals jafn mörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu: Einar K. Guðfinnsson, Þórunn Sigurðardóttir, Einar Brynjólfsson, Þorsteinn Sæmundsson, Páll Rafnar Þorsteinsson, Guðlaug Kristjánsdóttir og Kristján Möller.