19.9.2011

ALÞINGI (139. löggjafarþingi 2010-2011) HEFUR VERIÐ FRESTAÐ TIL SEPTEMBERLOKA

Þingfundir 139. þings voru 167 og stóðu alls í 800 klukkustundir. Lengsta umræðan var um breytingar á Stjórnarráði Íslands, stóð hún í tæpar 59 klukkustundir. Þingfundir voru haldnir á 114 dögum, þing stóð frá 1. október til 18. desember 2010 og frá 17. janúar til 15. júní 2011 og loks 2. til 17. september 2011.
Af 247 frumvörpum urðu 136 að lögum, tveimur var vísað til ríkisstjórnarinnar og eitt kallað aftur.

Af 162 þingsályktunartillögum voru 57 samþykktar, ein felld og ein kölluð aftur. 22 skýrslur voru lagðar fram, þar af fimm samkvæmt beiðni og ráðherrar fluttu einnig átta munnlegar skýrslur. Forseti Alþingis flutti eina munnlega skýrslu. Álit fastanefnda voru níu.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru 466, munnlegar fyrirspurnir 114 og fyrirspurnir lagðar fram til skriflegrar afgreiðslu 352, í óundirbúnum fyrirspurnatímum var borin upp 271 fyrirspurn.

Umræður utan dagskrár voru 58. Atkvæðagreiðslur voru 2111.

Þingmál sem lögð voru fram á 139. þingi voru 910 og tala prentaðra þingskjala var 1999.

Samtals voru haldnir 768 fundir í fastanefndum sem stóðu yfir í 1.206 klst.
Nefndir afgreiddu 174 þingmál.
Fastanefndir fluttu 16 frumvörp og 5 þingsályktunartillögur. Öll málin voru afgreidd nema tvö.
Um 3.800 gestir mættu á nefndafundi.
3.245 erindi bárust nefndum.
Samtals voru haldnir 19 nefndadagar, auk 12 daga í ágúst/sept., eða alls 31 nefndadagur.