29.9.2010

138. löggjafarþingi (2009-2010) er lokið

Þingfundir 138. þings voru 169, haldnir á 128 þingfundadögum, og stóðu alls í rúmlega 886 klukkustundir. Lengsta þing hingað til var 116. þing sem hófst í ágúst 1992 og afgreiddi EES-samninginn. Það þing stóð í 879 klukkustundir.

Lengsta umræðan á nýliðnu þingi var um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta og stóð hún í rúmar 135 klukkustundir.

Þing stóð frá 1. október til 30. desember 2009, 8. janúar 2010, 29. janúar til 24. júní 2010 og 2.-28. september 2010.

Samtals voru 17 nefndadagar, auk 11 daga í ágúst/september eða alls 28 nefndadagar.

Af 224 frumvörpum urðu 137 að lögum, þremur var vísað til ríkisstjórnarinnar.

92 þingsályktunartillögur voru lagðar fram og 28 þeirra samþykktar.

18 skriflegar skýrslur voru lagðar fram (þar af ein samkvæmt beiðni). Átta munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar.

Fimm álit fastanefnda voru lögð fram.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru 369. Munnlegar fyrirspurnir voru 156 og fyrirspurnir lagðar fram til skriflegrar afgreiðslu voru 213. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 235.

Umræður utan dagskrár voru 49.

Atkvæðagreiðslur voru 1972.

Þingmál lögð fram á 138. þingi voru 711 og tala prentaðra þingskjala var 1538.

Samtals voru haldnir 733 fundir sem stóðu yfir í 1.262 klst.

Nefndir afgreiddu 159 þingmál.
Fastanefndir fluttu 15 frumvörp og 3 tillögur til þingsályktunar. Öll málin voru afgreidd nema eitt.
Um 3.100 gestir mættu á nefndafundi.
3.084 erindi bárust nefndum.