28.8.2009

ALÞINGI (137. löggjafarþingi 2009) HEFUR VERIÐ FRESTAÐ FRÁ 28. ÁGÚST TIL SEPTEMBERLOKA

Þingfundir 137. þings voru 60 og stóðu alls í um 283 klst. Lengsta umræðan var um aðildarumsókn að Evrópusambandinu og stóð hún í rúmar 48 klst. Þingfundir voru haldnir á 46 þingfundadögum, þing stóð frá 15. maí til 28. ágúst.

Af 56 frumvörpum urðu 30 að lögum og af 16 þingsályktunartillögum voru tvær samþykktar.

Ein skrifleg skýrsla var lögð fram og þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar. Fyrirspurnir á þingskjölum voru 101. Munnlegar fyrirspurnir voru 42 og fyrirspurnir lagðar fram til skriflegrar afgreiðslu voru 59. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 93 og umræður utan dagskrár voru 10. Atkvæðagreiðslur voru 418.

Þingmál sem lögð voru fram á 137. þingi voru 174 og tala prentaðra þingskjala var 364.

20 nefndadagar voru haldnir á tímabilinu frá 23. júní til 7. ágúst.