2.9.2013

Alþingi kemur saman til framhaldsfunda 142. löggjafarþings 10. september - nýtt þing verður sett 1. október

Alþingi kemur saman til framhaldsfunda 142. löggjafarþings þann 10. september og mun standa í sex daga, 10.-12. september og 16.-18. september. Þá verður þingfundum frestað til loka septembermánaðar en nýtt þing, 143. löggjafarþing, verður sett þriðjudaginn 1. október.