22.5.2009

Munnleg skýrsla forsætisráðherra um efnahagshorfur 25. maí 2009

Mánudaginn 25. maí 2009, kl. 3.30 síðdegis, fer fram umræða um efnahagshorfur (munnleg skýrsla forsætisráðherra). Skýrslan er flutt að beiðni þingflokks sjálfstæðismanna. Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar og verður það sem hér segir: Forsætisráðherra hefur 15 mín. til framsögu en aðrir flokkar hafa 10 mín. fyrir talsmenn í 1. umferð, en síðan 5 mín. í 2. og 3. umferð (svo og Samfylking). Forsætisráðherra hefur 5 mín. í lok umræðunnar.