27.3.2009

Þingmálið er íslenska

Forsætisnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum 23. mars sl. að árétta þá óskrifuðu grundvallarreglu í störfum Alþingis að þingmálið er íslenska. Samþykkt var að eftirfarandi reglum skuli fylgt:

1. Ef prentaðir eru erlendir textar í þingskjölum skal íslensk þýðing fylgja.

2. Ef ræðumaður notar tilvitnun á erlendu máli skal hann jafnóðum þýða hana á íslensku. Slíkar tilvitnanir skulu vera stuttar (í hæsta lagi nokkrar setningar).

3. Komi gestur, sem talar ekki íslensku, á formlegan fund fastanefndar skal túlka mál hans á íslensku.

Forsætisnefnd fól jafnframt skrifstofustjóra Alþingis að setja nánari verklagsreglur í samráði við nefndasvið og ritstjóra Alþingistíðinda.