5.7.2013

Alþingi, 142. löggjafarþingi, hefur verið frestað

142. þing stóð frá 6. júní til aðfaranætur 5. júlí 2013 og voru 24 þingfundir haldnir á 19 þingfundadögum. Þeir stóðu í 114:24 klukkustundir. Lengsta umræðan var um veiðigjöldin sem stóð í 22:11 klukkustundir og Ríkisútvarpið, í 13:15 klukkustundir.

Tíu sérstakar umræður fóru fram og ráðherrar svöruðu 31 fyrirspurn óundirbúið, þremur fyrirspurnum undirbúið og eitt svar barst við skriflegri fyrirspurn.

34 þingmál voru lögð fram – þar af 16 frumvörp og urðu 11 þeirra að lögum. Sjö þingsályktunartillögur komu fram og voru tvær þeirra samþykktar.

Fastanefndirnar héldu 66 fundi samtals og stóðu þeir í u.þ.b. 100 klukkustundir og á fundina komu 315 gestir.