18.2.2009

Munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra um heilbrigðismál, 19. febrúar 2009

Fimmtudaginn 19. febrúar 2009, kl. 11 árdegis, fer fram umræða um heilbrigðismál (munnleg skýrsla ráðherra). Umræðan stendur í 2 klst. Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar, og verður það sem hér segir: Í fyrstu umferð er ræðutími 60 mín. sem skiptist þannig að ráðherra fær 15 mín. en talsmenn annarra þingflokka 10 mín. Í annarri umferð er ræðutími 63 mín. og skiptist milli þingflokka eftir þingmannafjölda þeirra. Enginn þingmaður tali þó lengur en 5 mín. í senn. Heilbrigðisráðherra hefur 5 mín. í lok umræðunnar.