23.11.2008

Umræða um vantraust á ríkisstjórn

Mánudaginn 24. nóvember fer fram umræða um tillögu um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar (173. mál). Útvarpað og sjónvarpað verður frá umræðunni. Umræðan hefst kl. 13.30 og lýkur um kl. 18.30 og verður atkvæðagreiðsla um tillöguna í beinu framhaldi.