14.11.2008

Breyting á kjördæmaviku

Forseti Alþingis hefur ákveðið, að höfðu samráði við formenn þingflokka, að boða til þingfunda mánudaginn 17. nóvember og fimmtudaginn 20. nóvember og föstudaginn 21. nóvember. Kjördæmadagar verða 18. og 19. nóvember, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis hafði verið gert ráð fyrir að kjördæmadagar yrðu vikuna 17.-21. nóvember.