27.5.2003

Fyrirkomulag þinghaldsins 27. maí 2003

Þingsetningarfundi verður fram haldið kl. 13.30 í dag 27. maí og á dagskrá verður m.a. kosning forseta Alþingis og varaforseta, kosning fastanefnda og alþjóðanefnda.


Fundi verður frestað en nýr fundur settur kl. 16.00 og m.a. kosið í stjórnir, nefndir og ráð utan þings.
Stefnuræða forsráðherra verður kl. 19.50. Umræðum verður útvarpað og sjónvarpað.
Að loknum útvarps- og sjónvarpsumræðunum verður setttur nýr fundur til að afgreiða þingfrestunartillögu.