8.9.2008

Fjárlagafrumvarp 2009

Fjárlaganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfarin ár viðtöku erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum sem varða fjárlög ársins 2009.

Umsókn um styrk skal skilað á þar til gerðu eyðublaði, sjá nánari upplýsingar á vefsíðu fjárlaganefndar. Umsóknin þarf að hafa borist nefndinni eigi síðar en miðvikudaginn 1. október. Ekki er hægt að tryggja úrvinnslu umsókna sem berast eftir þann tíma.

Þeim sem vilja er gefinn kostur á að fylgja erindum sínum eftir á nefndarfundi. Tekið er við tímapöntunum í síma 563 0415 eða á netfangið aro@althingi.is. Um viðtalstíma fer eftir nánari ákvörðun nefndarinnar.

Vinsamlegast athugið að undirritað frumrit umsóknar þarf að hafa borist fjárlaganefnd eigi síðar en miðvikudaginn 1. október.