25.5.2008

Tilhögun þingfundar á mánudag

Þingfundur hefst kl. 10 í dag. Kl. 1 verður gert matarhlé og hlé fyrir þingflokksfundi. Kl. 3 hefst þingfundur að nýju með óundirbúnum fyrirspurnatíma. Að honum loknum fer fram utandagskrárumræða um Sóltúnssamninginn. Atkvæðagreiðslur hefjast um kl. 4 og að þeim loknum hefjast umræður um dagskrármálin á ný.