1.6.2010

Yfirlit um stöðu mála á þinginu

Hægt er að skoða yfirlit um stöðu mála á Alþingi með því að smella á Þingmál efst á forsíðu vefsins og svo tengilinn Staða mála. Mál á yfirstandandi þingi eru þar flokkuð eftir því hvort þingmaður eða ráðherra hefur lagt þau fram og eftir tegund mála í lagafrumvörp, þingsályktunartillögur, fyrirspurnir, skýrslur og beiðnir um skýrslur. Hægt er að smella á tegund mála, eða flutningsmann ef það er ráðherra, og þá kemur upp listi mála sem sýnir hvar þau eru stödd í meðferð þingsins.

Í hægri dálki síðunnar er yfirlit yfir öll þingmál á yfirstandandi þingi. Séu t.d. valin lagafrumvörp kemur upp listi yfir öll lagafrumvörp sem komið hafa fram á þinginu sem nú stendur yfir. 

Þegar smellt er á málsheiti kemur upp ferill máls sem sýnir hvar það er statt í meðferð þingsins og tenglar í skjöl og ræður sem tengjast málinu.