24.5.2004

Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður) 24. maí

Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður) kl. 7.50 síðdegis 24. maí 2004

Umræðurnar verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Þær fara þannig fram að hver þingflokkur fær 22 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, 10 mínútur í fyrstu umferð og 6 mínútur í annarri og síðustu umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum:

Samfylkingin,
Sjálfstæðisflokkur,
Vinstri hreyfingin - grænt framboð,
Framsóknarflokkur og
Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn flokkanna verða:

Fyrir Samfylkinguna tala í fyrstu umferð Össur Skarphéðinsson, 1. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í annarri umferð Margrét Frímannsdóttir, 1. þm. Suðurkjördæmis, en í þriðju umferð talar Kristján L. Möller, 3. þm. Norðausturkjördæmis.

Fyrir Sjálfstæðisflokk tala í fyrstu umferð Geir H. Haarde fjármálaráðherra, í annarri Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, en í þeirri þriðju Sigurður Kári Kristjánsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Ræðumenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs verða í fyrstu umferð Ögmundur Jónasson, 9. þm Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri umferð Þuríður Backman, 10. þm. Norðausturkjördæmis, en Steingrímur J. Sigfússon, 5. þm. Norðausturkjördæmis, í þriðju umferð.

Fyrir Framsóknarflokk tala Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í fyrstu umferð, Árni Magnússon félagsmálaráðherra í annarri, en í þriðju umferð Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala í fyrstu umferð Magnús Þór Hafsteinsson, 9. þm. Suðurkjördæmis og Sigurjón Þórðarson, 10 þm. Norðvesturkjördæmis, en Gunnar Örlygsson, 10. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri og Guðjón A. Kristjánsson, 5. þm. Norðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.