27.2.2007

Breytingar á starfsáætlun Alþingis 2006-2007


Eftirfarandi breytingar á starfsáætluninni hafa verið gerðar: Í stað nefndafunda 1. mars verður þingfundur sem hefst kl. 10.30. Nefndafundir sem fyrirhugaðir voru 2. mars falla niður. Þess í stað verða nefndafundir haldnir dagana 5., 6. og 7. mars. Þingfundir hefjast svo að nýju fimmtudaginn 8. mars kl. 10.30.