12.11.2014

Breyting á starfsáætlun Alþingis

Forsætisnefnd samþykkti á fundi 11. nóvember eftirfarandi breytingar á starfsáætlun Alþingis:


Önnur umræða fjárlaga verður fimmtudaginn 27. nóvember (en ekki 20. nóvember) og þingfundur fellur niður fimmtudaginn 19. febrúar, verður þingfundur haldinn í staðinn föstudaginn 27. febrúar.