19.3.2003

Alþingi 128. löggjafarþingi hefur verið frestað

Þingfundir stóðu frá 1. október til 13. desember 2002 og frá 21. janúar til 15. mars 2002. Á þingtímanum urðu þingfundardagar alls 74 og þingfundir urðu 104 og stóðu þeir samtals í 387 klst.

Úrslit þingmála:
Lagafrumvörp voru samtals 205, sem skiptust í stjórnarfrumvörp 130 og þingmannafrumvörp 75 (þar af 12 flutt af nefnd eða meiri hl. nefndar). 
115 stjórnarfrumvörp voru afgreidd sem lög og 13 þingmannafrumvörp urðu að lögum, þar af öll 12 mál nefndanna.
Alls voru 128 lög sett á þinginu.

Þingsályktunartillögur voru alls 134. Stjórnartillögur voru 27 og þingmannatillögur voru 107.
39 tillögur voru samþykktar sem ályktanir Alþingis og fimm þingmannatillögum var vísað til ríkisstjórnarinnar. 

Skýrslur voru samtals 24.
Ein skýrsla barst samkvæmt beiðni.
Aðrar skýrslur lagðar fram voru 23.
Munnlegar skýrslur voru þrjár.

Fyrirspurnir. Bornar voru fram 355 fyrirspurnir á þingskjölum. Af þeim var svarað 335.

Óundirbúnar munnlegar fyrirspurnir til ráðherra voru 33.

Umræður utan dagskrár voru 32.

Atkvæðagreiðslur voru alls 2036, flestar fóru fram með rafrænum hætti en 1 fór fram með nafnakalli.

Alls voru til meðferðar í þinginu 718 mál. Tala prentaðra þingskjala var 1448.

Nefndastarf Alþingis:

Á þinginu voru 9 dagar eingöngu helgaðir nefndastarfi fyrir utan reglubundna nefndafundi yfir þingtímann. 

Nefndafundir voru 285 og stóðu þeir í alls 470 klst. 

Gestir sem komu á fundi nefnda voru 1572. 

290 málum var vísað til fastanefnda og þær afgreiddu 160 mál.

158 þingmál voru send til umsagnar til aðila utan þings. 

Um 1700 erindi hafa borist þingnefndum um þingmál og auk þess hafa 589 erindi borist til fjárlaganefndar. 

Þessu til viðbótar hafa nefndir fjallað um mál að eigin frumkvæði og flestar nefndirnar hafa farið í vettvangsferðir á þessu þingi.