3.10.2006

Stefnuræða forsætisráðherra 3. október 2006 - röð flokka og ræðumenn

Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað þriðjudaginn 3. október 2006, kl. 19.50.

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 12 mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð hafa þingflokkarnir 6 mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur hver þingflokkur.

Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi:

Sjálfstæðisflokkur,
Samfylkingin,
Framsóknarflokkur,
Vinstri hreyfingin - grænt framboð og
Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða Geir H. Haarde forsætisráðherra í fyrstu umferð, Arnbjörg Sveinsdóttir, 6. þm. Norðausturkjördæmis, í annarri umferð og Halldór Blöndal, 2. þm. Norðausturkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, Rannveig Guðmundsdóttir, 2. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri og Kristján L. Möller, 3. þm. Norðausturkjördæmis, í þriðju umferð.

Fyrir Framsóknarflokk tala Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra í fyrstu umferð, í annarri Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og í þriðju umferð Sæunn Stefánsdóttir, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon, 5. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Þuríður Backman, 10. þm. Norðausturkjördæmis, og í þriðju umferð Kolbrún Halldórsdóttir, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala í fyrstu umferð Guðjón A. Kristjánsson, 5. þm. Norðvesturkjördæmis, Sigurjón Þórðarson, 10. þm. Norðvesturkjördæmis, í annarri umferð en í þriðju umferð Magnús Þór Hafsteinsson, 9. þm. Suðurkjördæmis.