12.9.2008

Alþingi (135. löggjafarþingi 2007-2008) hefur verið frestað frá 12. september til septemberloka

Alþingi (135. löggjafarþingi 2007-2008) hefur verið frestað frá 12. september til septemberloka. Þingfundir 135. þings voru 123 og stóðu alls í um 607 klukkustundir. Lengsta umræðan var um frumvarp til fjárlaga 2008 og stóð hún í rúma 41 klst.

Lengsti þingfundur stóð í 16 klst. og 38 mín. Þingfundir voru haldnir á 103 þingfundadögum.

Af 215 frumvörpum eru alls 120 orðin að lögum, 95 frumvörp eru ekki útrædd. 196 frumvörpum var vísað til nefndar eftir 1. umræðu og 18 frumvörpum var vísað til nefndar eftir 2. umræðu.

Af 95 þingsályktunartillögum voru alls 24 tillögur samþykktar sem ályktanir Alþingis, 71 er ekki útrædd.

Skriflegar skýrslur eru samtals 33 (þar af eru beiðnir um skýrslur frá ráðherrum 4 og hafa borist skýrslur við öllum). Álit fastanefnda eru 4.

Fyrirspurnir á þingskjölum eru 318. Munnlegar fyrirspurnir eru 188 og var þeim öllum svarað nema 6, skriflegar fyrirspurnir eru 130 og hafa 126 skrifleg svör borist.

Atkvæðagreiðslur urðu alls 2420.

Þingmál sem lögð hafa verið fram frá október 2007 til 12. september 2008 eru alls 665. Tala prentaðra þingskjala er 1362.

Umræður um störf þingsins voru á 45 þingfundum. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra urðu alls 188.

Munnlegar skýrslur ráðherra voru 3 og umræður utan dagskrár 52.